Sækja vegabréfsmynd fyrir ökuskírteini (eða eigin mynd)
Sækja vegabréfs/nafnskírteinis- mynd fyrir ökuskírteini. Óþarfa mikill kostnaður er að koma með sérútprentaða mynd frá ljósmyndastofu fyrir ökuskírteini. Það ætti að vera hægt að sækja mynd úr vegabréfa/nafnskírteina- skrá um myndir.
Jafnvel að það sé hægt að hlaða upp rafræna mynd sjálfur sem þið getið borið saman við vegabréf og samþykkt. (Þá skylda að mynd skuli vera frá löggildum ljósmyndara er mjög úrelt). Í breskum ökuskírteinum eru myndir sendar af umsækjenda á netinu.