Banna verðtryggingu á fasteignalánum til heimiliskaupa
Með því að banna/afnema verðtryggingu á fasteignalánum til heimiliskaupa þá verður bara boðið upp á LÁN, og það án þess að kalla þau óverðtryggð, eins og er í öllum þeim löndum sem við miðum okkur við.
Allur samanburður á lánakjörum verður auðveldur fyrir venjulegt fólk og hægt að sjá hvað þarf að borga af heimilisláninu langt fram í tímann.
Þá fyrst verður loksins hægt að STJÓRNA íslensku hagkerfi vegna þess að aðal hagstjórnar verkfæri Seðlabankans, stýrivaxta vopnið, mun þá loksins bíta á ALLA en ekki bara suma.
Verðtryggingin verður auðvitað að vera á lánum og skuldum milli fagfjárfesta og á milli fagfjárfesta og ríkisins.
Þessir aðilar tapa peningum og eftir atvikum völdum ef verðbólgan hækkar og það vilja þeir ekki.
Þegar búið er að framkvæma það sem nefnt er hér fyrir ofan þá hafa loksins ALLIR fjárfestar, ÖLL fyrirtæki og ÖLL stjórnvöld á hverjum tíma sömu hagsmuni og ALLUR almenningur af því að halda verðbólgunni í skefjum.
Allir vinna, nema örfáir arðræningjar.