Læsa innskráningu niður á ákveðin tæki

9 atkvæði

Til að sporna við netglæpum séu innskráningar læstar niður á ákveðin tæki og að það sé smá þröskuldur innleiddur til að bæta við tæki, t.d. að maður þurfi að staðfesta nákvæma staðsetningu og tegund tækis við fyrstu innskráningu. Slíkt gæti spornað við því að óviðkomandi komist inn á aðgang annars aðila. Í versta falli er staðsetning óviðkomandi aðila þekkt eftir fyrstu innskráningu. Á sama tíma þarf að vera aðgengilegt yfirlit notenda yfir samþykkt tæki og möguleiki á að henda út tækjum.

Í rýni Tillaga frá: Gréta G Kosið: 09 des., '24 Athugasemdir 0

Athugasemdir: 0