Tilbúin starfsheiti með heimildum í umboðskerfi
Í umboðskerfi Ísland.is væri gott að geta útbúið eða vera með fyrirfram skilgreind starfsheiti með þeim umboðum sem slíkt starfsheiti þarf í vinnu fyrir lögaðila. Ef slíkt er ómögulegt væri amk mjög gott að geta afritað heimildir milli starfsmanna þannig að ef t.d. bókari er að láta af störfum að hægt sé að hengja sömu heimildir á nýjan bókara.
Mesta hagræðingin væri að geta útbúið starfsheitið launafulltrúi sem þarf að geta farið inn á innri vefi lífeyrissjóða og því umfangsmikið umboð sem þarf að hengja á þann starfsmann.