Gögn safnist á einn stað (í einn pott) til að ekki þurfi ítrekað að afla þeirra aftur
Þegar aflað er gagna vegna t.d. læknisferða, endurhæfingalífeyri, örorku o.þ.h. (ferðagögn, læknisvottorð, örorkumat o.fl.) að komi á einn stað inn á Island.is og þá geti t.d. Tryggingastofnun, Sýslumenn og þeir aðilar sem þurfa að hafa aðgang að, geti nálgast gögnin með samþykki hlutaðeigandi (viðkomandi gefi til þess rafræna heimild). Þá þarf einstaklingur bara að fylgjast með að öll gögn séu til staðar inn á Island.is í stað þess að afla þeirra á mörgum stöðum og fara með þau á fleiri en einn stað til að fá sínu framgengt. Mögulega hefur þetta breyst en eftir að hafa verið að fylgja krabbameinssjúklingi sem þurfti í hverri viku sýna fram á hjá Sýslumanni að hann væri "ennþá" með krabbamein til að fá t.d. flug endurgreitt (vegna læknisferða) þá sá ég hvað kerfið er í raun mjög gallað.