Að ýmis öpp geti kallað eftir upplýsingum í Ísland appinu gegn leyfi notanda
Nú eru deilibílaþjónustur eins og hjá Hopp að verða vinsælli. Notandi þarf að skanna inn ökuskírteinið sitt handvirkt í fyrsta skiptið sem appið er notað. Margir ganga ekki með veski í dag, þannig að ef notandi eru ekki heima hjá sér gæti hann lent í vandræðum.
Lausnin væri að öpp gætu kallað í Ísland appið og beðið um upplýsingar gegn leyfi notanda (ekki ósvipað þegar hin ýmsu öpp kalla í Facebook appið).
Þessi virkni gæti síðan verið notuð fyrir ýmislegt annað þegar notendur eru að gera hluti sem krefjast opinberra gagna um þá sjálfa, gæti einfaldað ýmsilegt. Gæti til dæmis kallað á vegabréf þegar flugmiði er keyptur, kallað a fasteign þegar það sótt er um Airbnb leyfi, kallað á ökutæki þegar notandi er að selja það. Endalausir möguleikar.
Einnig væri hægt að búa til sömu virkni í vafra (eins og t.d. Facebook virknin). Island.is gæti orðið sjálfvirk framsendingarmiðstöð opinberra upplýsinga um notandann, myndi einfalda líf allra enn meira.
Athugasemdir: 2
-
31 ágú., '23
Guðmundur ÁrnasonMjög góð hugmynd, en til að að sé ekki misnotað þá fær viðkomandi einstaklingur tilkynningu í hver skipti sem er flett upp og þá hver og hvers vegna er að fletta upp.
-
31 ágú., '23
Viktor Hrafn GuðmundssonTakk fyrir það. Já nákvæmlega, hugmyndin er að það kæmi popup frá Ísland appinu sem upplýsti notanda um hvaða upplýsingar væri verið að biðja um. Í dæmi Hopp gæti það t.d. verið "Viltu leyfa Hopp appi að nálgast upplýsingar um þín ökuréttindi?" Svo væri valið "Já" eða "Nei" fyrir notanda.
1