Eg á að fá meldingu (og stundum gefa samþykki) ef einhver vill fletta mér upp í lyfja/sjúkraskrá
70
atkvæði
Svipað og þegar bankarnir fá leyfi til að fletta viðskiptavini upp hjá Kreditinfo. Ég á að gefa leyfi fyrir uppflettingu þó auðvitað verði að vera undantekningar til að læknar (t.d. á bráðamóttöku eða heimilislæknir) geti flett upp. Ég fengi þá tilkynningu um að viðkomandi hefði flett mér upp. Ég vil líka geta flett upp aftur í tímann hverjir hafa flett mér upp.